Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 22. nóvember 2022 19:05
Ívan Guðjón Baldursson
Yfirlýsing frá Ronaldo: Ég elska Manchester United
Ronaldo hefur aðeins gert 3 mörk í 16 leikjum á tímabilinu en á síðustu leiktíð skoraði hann 24 í 38 leikjum.
Ronaldo hefur aðeins gert 3 mörk í 16 leikjum á tímabilinu en á síðustu leiktíð skoraði hann 24 í 38 leikjum.
Mynd: EPA

Cristiano Ronaldo er búinn að gefa frá sér stutta yfirlýsingu eftir tilkynninguna um að dvöl hans hjá Manchester United sé lokið.


Ronaldo lenti upp á kant við nýjan knattspyrnustjóra Man Utd, Erik ten Hag, og leysti frá skjóðunni í ítarlegu viðtali við fréttamanninn Piers Morgan.

Ronaldo fór víðan völl í viðtalinu og gagnrýndi Man Utd harkalega, hann hraunaði yfir stjórann, liðsfélagana og stjórnendur. Þetta viðtal fór ekki vel í marga stuðningsmenn Man Utd, stjórnendur félagsins eða liðsfélaga hans og ljóst að portúgalska stórstjarnan átti ekki afturkvæmt til félagsins.

„Eftir viðræður við Manchester United höfum við ákveðið að binda enda á samninginn okkar á milli," sagði Ronaldo.

„Ég elska Manchester United og stuðningsmenn félagsins, það mun aldrei breytast. Þetta er rétti tíminn til að leita mér að nýrri áskorun. Ég óska Man Utd alls hins besta."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 37 25 8 4 85 40 +45 83
2 Arsenal 37 19 14 4 67 33 +34 71
3 Man City 37 19 9 9 67 43 +24 66
4 Newcastle 37 20 6 11 68 46 +22 66
5 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
6 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
7 Nott. Forest 37 19 8 10 58 45 +13 65
8 Brighton 37 15 13 9 62 58 +4 58
9 Brentford 37 16 7 14 65 56 +9 55
10 Bournemouth 37 14 12 11 55 43 +12 54
11 Fulham 37 15 9 13 54 52 +2 54
12 Crystal Palace 37 12 14 11 46 48 -2 50
13 Everton 37 10 15 12 41 44 -3 45
14 Wolves 37 12 6 19 51 64 -13 42
15 West Ham 37 10 10 17 43 61 -18 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Leicester 37 6 7 24 33 78 -45 25
19 Ipswich Town 37 4 10 23 35 79 -44 22
20 Southampton 37 2 6 29 25 84 -59 12
Athugasemdir
banner