Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. janúar 2021 10:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Willian Jose til Wolves (Staðfest)
Gengur í raðir Wolves.
Gengur í raðir Wolves.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Úlfarnir hafa fengið sóknarmanninn Willian Jose frá Real Sociedad fyrir átökin sem framundan eru.

Hann kemur á sex mánaða lánssamningi og eiga Úlfarnir svo möguleika á því að kaupa hann næsta sumar. Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano segir að upphæðin sem Wolves geti keypt hann á sé í kringum 20 milljónir evra.

Fyrir ári síðan var Willian nálægt því að ganga í raðir Tottenham en þau félagaskipti gengu ekki upp að lokum.

Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, vildi bæta framherja í hópinn þar sem óvíst er hvenær Raul Jimenez snýr aftur. Jimenez höfuðkúbubrotnaði gegn Arsenal 29. nóvember en síðan þá hafa Úlfarnir einungis unnið einn leik í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner