Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   sun 23. febrúar 2020 19:45
Ívan Guðjón Baldursson
Grikkland: PAOK tapaði toppslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
PAOK 0 - 1 Olympiakos
0-1 Dimitris Giannoulis ('49)

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í hjarta varnarinnar er PAOK tók á móti Olympiakos í toppslag grísku deildarinnar.

Fyrri hálfleikur var mjög bragðdaufur og litu aðeins þrjár marktilraunir dagsins ljós en engin þeirra fór á rammann.

Dimitris Giannoulis varð fyrir því óláni að setja knöttinn í eigið net í upphafi síðari hálfleiks en við það skiptu heimamenn um gír og byrjuðu að skapa sér fín færi.

Boltinn rataði þó ekki í netið og héldu gestirnir út. Olympiakos er með fimm stiga forystu á toppinum.
Athugasemdir
banner