Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 23. febrúar 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sungu til stuðnings Joao Neves eftir að hann missti móður sína
Mynd: EPA
Táningurinn efnilegi Joao Neves er mikilvægur hlekkur í liði Benfica og var á sínum stað í byrjunarliðinu er liðið heimsótti Toulouse til Frakklands í 24-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli og fer Benfica því áfram í næstu umferð þökk sé sigri á heimavelli í fyrri leik liðanna.

Neves er aðeins 19 ára gamall en lenti í því áfalli á dögunum að missa móður sína eftir langa baráttu við krabbamein.

Það var þónokkuð af stuðningsmönnum Benfica sem ferðuðust með til Frakklands og sungu þeir til stuðnings Joao Neves, sem átti erfitt með að halda aftur af tárunum.


Athugasemdir
banner
banner