Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   þri 23. apríl 2024 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leiktíminn á bikarúrslitaleiknum staðfestur
Mynd: EPA
Úrslitaleikur enska bikarsins fer fram laugardaginn 25. maí á Wembley - þjóðarleikvangi Englendingina.

Búið er að staðfesta leiktímann en leikurinn mun hefjast klukkan 14:00 að íslenskum tíma - sem er klukkan 15:00 að enskum tíma.

Annað árið í röð eru það Manchester-liðin; United og City sem mætast í úrslitaleiknum. City lagði United í úrslitaleiknum í fyrra þar sem Ilkay Gundogan var maður leiksins.

Vaninn er að leikurinn sé spilaður seinna um daginn en lögreglan í London er á því að þetta sé betri leiktími; minni líkur á veseni. 14:00 er sami leiktími og í fyrra en leikurinn í ár fer fram viku fyrr.
Athugasemdir
banner
banner
banner