mið 23. júní 2021 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjarnan af 3.000 manna velli á 50.000 manna völl
Aviva leikvangurinn. Glæsilegt mannvirki.
Aviva leikvangurinn. Glæsilegt mannvirki.
Mynd: EPA
Stjarnan mun spila útileik sinn við Bohemian í Samabandsdeild UEFA á þjóðarleikvangi Írlands, Aviva-vellinum.

Bohemian spilar heimaleiki sína á Dalymount Park, sem tekur rúmlega 3.600 manns. Aviva leikvangurinn er með pláss fyrir um 50.000 manns. Það er ákveðinn munur þar á.

Ástæðan fyrir því að leikurinn er færður er sú að þetta verður eins konar prufuleikur fyrir það Írland á heimaleiki í undankeppni HM í september. Áhorfendur eru byrjaðir að koma aftur á völlinn og Írar líta á það sem svo að það sé mikilvægt að hafa alla vega einn prufuleik á þjóðarleikvangnum þar sem áhorfendur fá að mæta á völlinn.

Bæði FH og Stjarnan mæta írskum liðum. FH mætir Sligo Rovers og Stjarnan mætir Bohemian. Íslensku liðin leika fyrri leikina sína á heimavelli.

Fyrri leikurinn fer fram 8. júlí og seinni leikurinn fer fram 15. júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner