Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. júní 2022 11:28
Elvar Geir Magnússon
Eyjólfur Héðins stýrði ÍR í gær
Eyjólfur Héðinsson.
Eyjólfur Héðinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR-ingar sem spila í 2. deildinni eru í þjálfaraleit eftir að Arnar Hallsson hætti sem þjálfari á dögunum. Liðið tapaði 0-3 á heimavelli gegn Haukum í gær.

Eyjólfur Héðinsson og Arnar Steinn Einarsson stýrðu ÍR í leiknum en þeir hafa stjórnað æfingum eftir að Arnar Halls hætti.

Eyjólfur, sem er 37 ára gamall, gekk í raðir uppeldisfélags síns að nýju fyrir þetta tímabil þegar hann kom frá Stjörnunni. Hann hefur leikið sex leiki í 2. deildinni í sumar en var aðeins skráður sem þjálfari í gær.

Arnar Steinn hefur verið aðstoðarþjálfari hjá ÍR.

Sögusagnir eru um að ÍR hafi heyrt í Ólafi Jóhannessyni sem var rekinn frá FH á dögunum en Ólafur hafi ekki haft áhuga á þjálfarastarfinu.

ÍR tilkynnti á sunnudagskvöld að samkomulag hafi verið gert við Arnar Hallsson um starfslok.

„Arnar kom til félagsins haustið 2020 fyrst sem ráðgjafi við þjálfun en tók svo við félaginu í nóvember það ár. Með Arnari kom mikil festa inn í félagið enda gerir hann háar kröfur til sín og þeirra sem vinna með honum. Liðið bætti árangur sinn milli ára í 2.deild verulega og við munum öll eftir bikarævintýrinu sem náði allt í átta liða úrslit," sagði í yfirlýsingu ÍR.

Fyrir tímabil spáði Ástríðan því að ÍR kæmist upp í Lengjudeildina en liðið situr í sjötta sæti 2. deildarinnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner