Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 23. janúar 2026 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fengu ekkert skot á sig en töpuðu
Ryan Yates
Ryan Yates
Mynd: EPA
Nottingham Forest liðið var ansi seinheppið þegar liðið tapaði gegn portúgalska félaginu Braga í næst síðustu umferð deildarkeppni Evrópudeildarinnar í gær.

Morgan Gibbs-White klikkaði á víti snemma í seinni hálfleik og strax í kjölfarið skoraði Ryan Yates sjálfsmark sem reyndist sigurmarkið. Það var í eina skiptið sem boltinn fór á mark Forest en telst ekki sem skot þar sem boltinn fór af leikmanni liðsins.

Til að kóróna frammistöðu liðsins fékk Elliot Anderson rautt spjald í lokin.

„Þetta eru mikil vonbrigði. Við stjórnuðum leiknum að mestu leyti. Við kæfðum þá, þeir fengu engin færi. Við fengum tækifæri til að komast yfir en gerðum það ekki. Svo geri ég því miður mistök og gat ekki náð fótfestu í leiknum eftir það," sagði Yates.

„Svona er fótboltinn. Ég þarf að taka ábyrgð, ég hefði átt að gera betur."

Aðspurður hvað liðið þarf að gera öðruvísi í næstu leikjum sagði Yates: „Að ég skori ekki sjálfsmark til að byrjameð. Við höfum náð miklum framförum undir stjórn Dyche."


Athugasemdir
banner
banner