Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
banner
   fös 23. janúar 2026 09:40
Elvar Geir Magnússon
Jóan Simun framlengir við KA (Staðfest)
Jóan Símun Edmundsson.
Jóan Símun Edmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski sóknarmaðurinn Jóan Símun Edmundsson verður áfram hjá KA en hann hefur samið út komandi tímabil.

„Liðið virkaði rosalega flott undir lokin í fyrra, það eru margar ástæður fyrir því og ein af þeim er sú að Jóan spilaði gríðarlega vel frammi. Jafnvægið í liðinu var flott, skoruðum fullt af mörkum og náðum í góð úrslit. Hann gerði rosalega vel seinni hlutann, eftir að bæði liðið og hann var ekki upp á sitt besta fyrri hlutann," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, í viðtali við Fótbolta.net áður en samið var við Jóan Simun.

Jóan Símun verður 35 ára í sumar en færeyski landsliðsmaðurinn skoraði fjögur mörk í Bestu deildinni í fyrra. Hann lék fyrst með KA 2023 og kom svo aftur til liðsins á síðasta ári.

Þá hefur KA staðfest að spænski miðjumaðurinn Rodri muni taka eitt tímabil í viðbót hjá KA. Rodri, er 37 ára, kom til Akureyrafélagsins fyrir tímabilið 2020 og hefur verið í stóru hlutverki frá komu sinni. Áður en hann kom í KA lék hann með Grindavík og Sindra.

KA endaði í sjöunda sæti í Bestu deildinni í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner
banner