Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 23. janúar 2026 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ancelotti stýrir Brasilíu á HM 2030
Mynd: EPA
Brasilíska fótboltasambandið og Carlo Ancelotti hafa gert munnlegt samkomulag um að hann muni stýra landsliðinu á HM 2030 sem fram fer á Spáni, Portúgal og Marokkó.

Brasilíski miðillinn Ge Globo greinir frá því að samningurinn verði formlega undirritaður í næsta mánuði.

Ancelotti tók við brasilíska landsliðinu í maí í fyrra og liðið tryggði sér sæti á HM næsta sumar mánuði síðar.

Brasilía spilar í C-riðlii á HM í sumar. Liðið hefur leik gegn Marokkó 11. júni og spilar síðan gegn Haíti og Skotlandi.

Þar verður klárlega markmiðið að vinna HM í sjötta sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner