Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. júlí 2019 12:02
Fótbolti.net
„Maður skynjar eðlilega pirring í Kópavogi"
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks.
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður skynjar pirring í Kópavogi og það eðlilega miðað við gengið að undanförnu," sagði Magnús Már Einarsson í Innkastinu þegar rætt var um dapurt gengi Breiðabliks upp á síðkastið.

Blikar gerðu jafntefli gegn Grindavík í gær en fyrir þann leik höfðu þeir tapað tveimur deildarleikjum í röð og fallið úr Evrópukeppninni gegn Vaduz frá Liechtensten. Þrátt fyrir allt eru Blikar enn í öðru sæti Pepsi Max-deildarinnar.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

„Það hefur enginn annar þjálfari verið í silfursæti en samt með sætið svona heitt. Það er líka því deildin er algjörlega biluð. Blikar hafa safnað fullt af stigum sem ekki verða tekin af þeim en þeir hafa ekki unnið leik í þessum mánuði og falla úr Evrópu og missa af fullt af peningum þar. Þetta var huglaus frammistaða í fyrri leiknum gegn Vaduz," sagði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu.

„Liðið er með 23 stig í öðru sæti og í undanúrslitum í bikar. Miðað við það er sætið hans merkilega heitt en í alvöru heimi er aldrei verið að fara að reka hann."



Athugasemdir
banner
banner
banner