Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 23. október 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Grímuklæddir Grikkir trufluðu U19 leik Bayern
Mynd: Twitter
FC Bayern hafði betur gegn Olympiakos í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. U19 lið félaganna mættust einnig í Meistaradeild U19 ára.

Bayern var 0-4 yfir á 88. mínútu leiksins þegar dómarinn þurfti að flauta af vegna grímuklæddra stuðningsmanna Olympiakos.

Hópur þeirra hljóp inn á völlinn í tilraun til að komast nær stuðningsmönnum Bayern. Þeir köstuðu blysum og kylfum að gestunum og særðu minnst fjóra áhrofendur.

Þeir réðust sem betur fer ekki að leikmönnum en þetta er enn eitt dæmið um fáránlega hegðun grískra fótboltabullna. Myndband er hægt að sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner