mið 23. nóvember 2022 16:40
Elvar Geir Magnússon
„Ef þetta væri boxbardagi væri búið að flauta af núna“
Fremstu þrír hjá Spáni hafa allir skorað.
Fremstu þrír hjá Spáni hafa allir skorað.
Mynd: Getty Images
„Ef þetta væri boxbardagi þá væri líklega búið að flauta hann af núna, rothögg!" sagði Gunnar Birgisson, lýsandi RÚV, þegar Spánverjar skoruðu sitt þriðja mark gegn Kosta Ríka.

Fyrri hálfleikur er að klárast og staðan er 3-0. Fremstu þrír leikmenn spænska liðsins; Ferran Torres (víti), Marco Asensio og Dani Olmo, eru allir búnir að skora.

„Það er mjög erfitt að gagnrýna nokkurn skapaðan hlut í þessu spænska liði en maður hefur miklar áhyggjur af þessu liði Kosta Ríka," sagði Gunnar.

Spánverjar hafa leikið afskaplega vel og hreinlega rúllað yfir andstæðinga sína. Spánn hefur átt fimm marktilraunir gegn engri og verið 75% með boltann. Gönguferð í garðinum.

Þessi lið eru í riðli með Japan og Þýskalandi en Japan vann 2-1 sigur í viðureign þeirra fyrr í dag.
Athugasemdir
banner