
Leikmenn Bosníu og Herzegóvínu voru kampakátir með 3-0 sigur liðsins á Íslandi í undankeppni Evrópumótsins í gær og fögnuðu sigrinum innilega í klefanum og enn meira eftir loforð frá forseta fótboltasambandsins.
Bosnía keyrði yfir íslenska liðið í fyrstu umferð J-riðils og var sigur liðsins aldrei í hættu.
Eftir leikinn mætti Vico Zeljkovic, forseti bosníska fótboltasambandsins, inn í klefa og lofaði leikmönnum því að þeir myndu fá tvöfaldan bónus ef þeir ná í stig á móti Slóvakíu um helgina.
Hann kryddaði þetta svo enn meir því ef liðið mun vinna Slóvakíu þá fá þeir þrefaldar bónusgreiðslur og því margir leikmenn liðsins hungraðir í að taka öll stigin.
Good atmosphere in the dressing room after the match. Vico Zeljkovic tells the players that if they get a point against Slovakia, they will get double bonuses and if they win, they will get triple bonuses. pic.twitter.com/XxKapJkcW4
— BiHFootball (@BiHFootball) March 23, 2023
Athugasemdir