banner
   mið 24. maí 2023 12:00
Elvar Geir Magnússon
Southampton að fara að kynna Russell Martin - Kveðja Selles
Russell Martin.
Russell Martin.
Mynd: Getty Images
Southampton er að búa sig undir að tilkynna Russell Martin sem nýjan stjóra félagsins. Hann á að endurskipuleggja liðið eftir fall úr ensku úrvalsdeildinni.

Hann mun taka við stjórnartaumunum af Ruben Selles.

Martin er fyrrum varnarmaður skoska landsliðsins en hann er 37 ára og hefur verið stjóri Swansea síðan 2021.

Southampton þarf að borga Swansea bætur fyrir að taka Martin og starfslið hans yfir til sín.

Martin hafði ætlað að fara til Bandaríkjanna í síðustu viku og ræða þar um framtíð sína við bandaríska eigendur Swansea en ferðinni var aflýst.

Martin stýrði Swansea í 15. sæti Championship-deildarinnar á fyrsta tímabili sínu hjá félaginu og svo í 10. sæti á tímabilinu sem var að ljúka.

Southampton staðfesti í morgun að Selles myndi yfirgefa félagið eftir tímabilið. Hann stýrir liðnu í síðasta sinn á sunnudag, gegn Liverpool á leikvangi heilagrar Maríu.
Athugasemdir
banner
banner
banner