Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 24. júní 2021 18:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo jafnaði heimsmetið
Magnaður.
Magnaður.
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo er einhver besti markaskorari allra tíma, ef ekki sá allra besti.

Hann skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum í gær þegar Portúgal gerði 2-2 jafntefli við Frakkland á Evrópumótinu.

Hann er markahæsti leikmaðurinn á EM með fimm mörk, en með mörkum sínum í gær jafnaði hann heimsmet Ali Daei. Báðir hafa þeir núna skorað 109 landsliðsmörk.

Ronaldo er 36 ára en hann mun bæta met Daei, það er bara tímaspursmál hvenær það gerist. Það gæti gerst á EM jafnvel, en Portúgal mætir Belgíu í 16-liða úrslitunum.

Met Daei, sem spilaði fyrir landslið Íran, hefur staðið í 21 ár. Hann sendi Ronaldo kveðju á Instagram þar sem hann sagðist glaður með að Ronaldo myndi bæta met hans.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner