Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   þri 25. júní 2024 11:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hólmbert Aron yfirgefur Holstein Kiel (Staðfest)
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýska félagið Holstein Kiel hefur gefið það út að sóknarmaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson verði ekki áfram hjá félaginu á næstu leiktíð.

Samningur Hólmberts við félagið rennur út núna í lok mánaðarins og mun hann þá róa á önnur mið.

„Takk fyrir, Hólmbert Friðjónsson," segir Holstein Kiel í færslu á samfélagsmiðlum.

Hólmbert, sem er 31 árs gamall, gekk í raðir Holstein Kiel frá ítalska félaginu Brescia. Hann spilaði alls 26 leiki í þýsku B-deildinni og skoraði þrjú mörk, en hann var þá á láni hjá Lilleström árið 2022.

Á nýliðnu tímabili skoraði Hólmbert eitt mark í 14 leikjum þegar Kiel komst upp í þýsku úrvalsdeildina. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum.

Það verður svo sannarlega áhugavert að sjá hvað Hólmbert, sem hefur spilað sex landsleiki, gerir næst.
Athugasemdir
banner
banner
banner