Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. júlí 2021 17:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hún gerir eitthvað sem þú býst ekki endilega við"
Diljá hefur staðið sig vel með Häcken.
Diljá hefur staðið sig vel með Häcken.
Mynd: BK Häcken
Í leik með Val á síðustu leiktíð.
Í leik með Val á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Diljá Ýr Zomers hefur staðið sig virkilega vel með sænsku meisturunum í Häcken á þessu tímabili.

Diljá, sem er fædd 2001, gekk í raðir Häcken frá Val fyrir tímabilið.

„Ég fæ tækifæri til að koma á æfingar. Fyrst vissi félagið ekki að ég væri að flytja út en svo fréttist það eftir fyrstu æfinguna mína og ég fæ að mæta á fleiri æfingar. Það gekk bara mjög vel og endaði svona, með samningi," sagði Diljá í samtali við Fótbolta.net fyrr á árinu þegar hún samdi við Häcken.

Diljá er búin að skora fjögur mörk í sjö deildarleikjum í Svíþjóð og verður gaman að fylgjast með framvindu mála hjá henni. Hún er búin að spila rúmlega 240 mínútur í deildinni og er því að skora mark á klukkutíma fresti sem er ansi vel af sér vikið.

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, þjálfari hjá Kristianstad í Svíþjóð, var spurð út í Diljá þegar hún mætti á Heimavöllinn í síðustu viku.

„Mér finnst hún vera að koma rosalega vel inn í þetta. Hún kemur út, byrjar á að byrja U19 leiki og koma alltaf inn á hjá aðalliðinu. Núna er hún búin að vinna sér sæti í byrjunarliðinu, skora og gera mjög vel," segir Bára.

„Mér hefur alltaf fundist Diljá góður leikmaður. Ég kallaði eftir því að hún myndi spila meira í Val. Hún virðist smellpassa inn í þetta þarna úti. Mér finnst hún hafa gert ótrúlega vel."

Häcken er í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar eins og er.

„Ég þjálfaði hana aðeins í FH fyrir nokkrum árum. Hún er skemmtilegur sóknarmaður. Hún gerir eitthvað sem þú býst ekki endilega við. Maður er kannski að kalla á hana eitthvað á hliðarlínunni og hún gerir eitthvað allt annað, og lúðrar boltanum svo upp í samskeytin. Hún á það til að gera óvænta hluti og svo er hún sterk í loftinu."

„Mér fannst hún - þegar hún var hér heima - þurfa að bæta varnarleikinn sinn. En miðað við hvernig hún hefur verið að spila úti, þá hefur hún gert það mjög vel - eins og sóknarleikinn. Kannski var þetta akkúrat það sem hún þurfti," segir Bára og bætti við:

„Ég átti von á henni í U19 leikinn gegn okkur (Kristianstad). Svo byrjaði hún aðalliðsleikinn á móti Kristianstad og skoraði þar."
Heimavöllurinn - Boltaspjall með Báru
Athugasemdir
banner
banner