Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   þri 25. október 2022 12:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo búinn að taka út sína refsingu
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo er mættur aftur til æfinga hjá Manchester United eftir að hafa tekið fund með Erik ten Hag, stjóra liðsins, í morgun.

Ronaldo var sendur til æfinga með varaliðinu eftir hegðun hans í kringum leik gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Ronaldo fór snemma heim eftir að hafa neitað að koma inn á.

Ten Hag ákvað að refsa stórstjörnunni með því að láta hann æfa með varaliðinu. Hann var þá ekki í hóp gegn Chelsea síðastliðinn laugardag; þurfti hann að horfa á þann leik heima í stofu.

Ronaldo er núna mættur aftur til æfinga og getur spilað gegn Sheriff í Evrópudeildinni á fimmtudag.


Athugasemdir
banner