Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 25. nóvember 2022 13:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tekur undir með Ganverjum - „Það sem er í raun óafsakanlegt"
Enski dómarinn Mike Dean er núna byrjaður að tjá sig um störf dómara á HM.

Í samtali við Daily Mail segir hann að stór mistök hafi verið gerð í gær þegar Portúgal og Gana áttust við. Portúgal vann 3-2 sigur en fyrsta mark þeirra kom úr vítaspyrnu.

Ganverjar voru ósáttir við dóminn og er Dean sammála þeirri gagnrýni.

„Að mínu mati á VAR, myndbandsdómarinn, að segja við dómara leiksins að fara í skjáinn og skoða atvikið. Ég er mjög hissa á þessu," sagði Dean.

„Ég vil alltaf standa við bakið á dómurunum en þú getur ekki verið sammála þessu. Þú getur ekki varið það sem er í raun óafsakanlegt. Ég skil ekki af hverju hann fór ekki í skjáinn. Þetta er 100 prósent rangt."
Athugasemdir
banner