Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. janúar 2022 21:07
Brynjar Ingi Erluson
Haaland velur þrjá bestu leikmenn heims - Lewandowski efstur
Erling Braut Haaland og Robert Lewandowski
Erling Braut Haaland og Robert Lewandowski
Mynd: EPA
Robert Lewandowski, framherji Bayern München, er besti leikmaður heims af FIFA en líka að mati norska framherjans Erling Braut Haaland en hann valdi þrjá bestu leikmenn heims í viðtali við Sky Sports.

Haaland og Lewandowski eru miklir keppinautar í þýsku deildinni og hafa skorað gríðarlegt magn af mörkum síðustu ár.

Lewandowski hefur tvö ár í röð verið valinn besti leikmaður heims að mati FIFA en missti af Ballon d'Or árið 2020 þar sem verðlaununum var aflýst.

Lionel Messi vann á síðasta ári og fannst mörgum Lewandowski svikinn af verðlaununum.

Haaland valdi þrjá bestu leikmenn heims í dag en Lewandowski var efstur hjá honum. Karim Benzema og Lionel Messi deila öðru sætinu.

„Þetta er góð spurning. Ég verð að segja Lewandowski í efsta sæti og svo Karim Benzema sem er búinn að vera frábær en líka Lionel Messi sem er magnaður. Þeir deila öðru og þriðja sætinu," sagði Haaland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner