Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. apríl 2022 17:45
Brynjar Ingi Erluson
Heimavöllurinn spáir í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna
Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir stýra Heimavellinum
Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir stýra Heimavellinum
Mynd: Gunnlöð Jóna
Hulda spáir því að hin unga og efnilega Ísabella Sara Tryggvadóttir skori sigurmark KR-inga
Hulda spáir því að hin unga og efnilega Ísabella Sara Tryggvadóttir skori sigurmark KR-inga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta umferð Bestu deildar kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum en umferðin klárast á morgun með síðustu þremur leikjunum.

Við fengum Huldu Mýrdal, sem stýrir hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn, til þess að spá í fyrstu umferðina.

ÍBV 0 - 2 Stjarnan (Í kvöld klukkan 18:00)
Þetta er opnunarleikur, það verður stress. ÍBV mæta óhræddar í þennan fyrst leik með nýjan þjálfara og eru hjá mörgum óskrifað blað.

Stjarnan er á bullandi flugi. Ef þær koma svellkaldar inn í leikinn og hafa trú á því að þær séu með lið sem getur barist um titilinn fer þetta 2-0. Katrín Ásbjörns með bæði mörkin og Steini punktar það hjá sér.

Valur 4 - 0 Þróttur R. (Í kvöld klukkan 19:15)

Ég held að þetta verði erfitt fyrir Þrótt þó svo að Nic setji upp leikplan þar sem á að skella í þykkan lás. 4-0 fyrir Val í fyrsta heimaleik sínum. Ída Marín setur upp sýningu, skorar 3 og gerir Valsstúkunni alveg ljóst hvað hún ætlar að vera góð í sumar. Fjórða markið skorar svo Elísa eftir svakalegan sprett þegar það eru komnar 90 mín á klukkuna.

Breiðablik 1 - 0 Þór/KA (Á morgun klukkan 17:30)
Þessi leikur fer 1-0 fyrir Breiðablik. Hildur Antons setur markið í seinni hálfleik og lætur fólk vita af því að hún eða kollegar hennar eru ekki í þessu til að verða ekki Íslandsmeistarar.

KR 1 - 0 Keflavík (Á morgun klukkan 18:00)
Einn fróðlegasti leikur umferðarinnar þar sem fáir hafa haft trú á þessum liðum fyrir mótið og liðin nenna ekki að hlusta á þetta lengur. Mikill baráttuleikur. 0-0 á klukkunni eftir 90 mínútur. Þá setur efnilegur leikmaður að nafni Ísabella Sara sigurmarkið og biður fólk um að leggja nafnið á minnið. 1-0

Afturelding 1 - 2 Selfoss (Á morgun klukkan 19:15)
Það verður hátíð í Mosó á fyrsta heimaleik liðsins eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í fyrra. Þetta verður stuðleikur umferðarinnar. Guðrún Elísabet kemur Aftureldingu yfir eftir snarruglaða sendingu frá Rögnu Guðrúnu. Sif Atla ætlar ekki að fara tapa sínum fyrsta leik hér á landi. Hún öskrar markahæsta leikmann síðustu leiktíðar í gang og Brenna Lovera setur 2. Selfoss vinnur dramatískan 2-1 sigur
Athugasemdir
banner