Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   þri 26. september 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeild kvenna í dag - Stelpurnar heimsækja Þýskaland
watermark
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
watermark
Mynd: EPA
watermark
Mynd: EPA

Það er stórleikur á dagskrá í Þjóðadeild kvenna í dag þegar íslenska landsliðið heimsækir ógnarsterkt lið Þýskalands.


Ísland er með þrjú stig eftir nauman sigur á heimavelli gegn Wales í fyrstu umferð, en Þýskaland byrjaði á tapi í Danmörku og munu þær þýsku því mæta grimmar til leiks.

Leikurinn hefst klukkan 16:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Eftir að íslenska leiknum lýkur á Wales heimaleik gegn Danmörku.

Þá eru ýmsir stórleikir á dagskrá í Þjóðadeildinni, þar sem Ítalía spilar við Svíþjóð áður en Frakkland heimsækir Austurríki.

Portúgal og Noregur eigast svo við skömmu áður en einn af stærri leikjum kvöldsins hefst, þegar Evrópumeistarar Englands heimsækja sterkt lið Hollands.

Skotland tekur svo á móti Belgíu áður en heimsmeistarar Spánverja eiga heimaleik við Sviss.

Riðill 3:
16:15 Þýskaland-Ísland (Ruhrstadion)
18:15 Wales-Danmörk (Cardiff City Stadium)

Riðill 1:
18:00 Holland - England
18:45 Skotland - Belgía 

Riðill 2:
16:30 Austurríki - Frakkland
17:15 Portúgal - Noregur 

Riðill 4:
15:45 Ítalía - Svíþjóð
19:00 Spánn - Sviss


Athugasemdir
banner
banner
banner