Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. nóvember 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Belgískur framherji á óskalista Liverpool
Powerade
Jeremy Doku.
Jeremy Doku.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með slúður fyrir janúar gluggann.



Arsenal býðst að fá Christian Eriksen (28) ódýrt frá Inter, einungis tíu mánuðum eftir að hann fór frá erkifjendunum í Tottenham. (ESPN)

Inter ætlar að reyna að fá Olivier Giroud (34) frá Chelsea í janúar. (Calciomeracto)

Arsenal er á höttunum á eftir Dominik Szoboszlai (20) miðjumanni Red Bull Salzburg og ungverska landsliðsins. Arsenal vill kaupa Szoboszlai og lána hann aftur til Salzburg. RB Leipzig hefur einnig áhuga. (Football Insider)

Everton er að skoða þrjá leikmenn hjá Tottenham fyrir janúar gluggann. Það eru miðjumennirnir Dele Alli (28) og Harry Winks (24) sem og markvörðruinn Paolo Gazzaniga (28). (Football Insider)

Jeremy Doku (18) belgískur framherji Rennes er á óskalista Liverpool. (Heet Laatste Nieuws)

William Saliba (19) er tilbúinn að fórna launum sínum upp á 90 þúsund pund á viku til að fara á lán frá Arsenal í janúar. (Mirror)

Declan Rice (21), miðjumaður West Ham, segist vilja vinna titla á ferli sínum en hann hefur verið orðaður við Chelsea. (Metro)

Jack Wilshere (28) segir að það yrði draumur að fara aftur til Arsenal. Wilshere er félagslaus í dag en hann fór frá West Ham á dögunum. (Mirror)

Celtic hefur áhuga á að fá Diego Laxalt (27) frá AC Milan. (Calciomercato)

Sheffield Wednesday vill fá nígeríska framherjann Ahmed Musa (28) en hann er félagslaus eftir að hafa yfirgefð Al Nassr. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner