Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 27. september 2021 22:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Víkinga graffiti komið upp í Hamraborg í Kópavogi
Mynd: Haukur Gunnarsson
Eins og flestir vita varð Víkingur Íslandsmeistarar í Pepsi Max-deild karla um helgina.

Breiðablik varð í 2. sæti eftir að hafa glutrað toppsætinu með tapi gegn FH í næst síðustu umferðinni.

Það hefur eðlilega verið mikið fjör í Fossvoginum eftir að það kom í ljós að félagið varð meistari.

Einhverjir Víkingar tóku sig til og spreyuðu eða 'gröffuðu' eins og það er kallað, Víkings merkinu og allskonar skilaboðum í Hamraborg í Kópavogi.

Tómas Þór Þórðarson fjölmiðlamaður og stuðningsmaður Víkings vakti athygli á þessu á Twitter.


Athugasemdir
banner