Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   mið 27. september 2023 13:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórsarar búnir að bjóða Hrannari samning
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrannar Björn Steingrímsson, leikmaður KA, er að renna út á samningi í lok tímabilsins.

Önnur félög hafa undanfarna mánuði mátt ræða við Hrannar. Hann er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að hugsa sín mál og hafa grannarnir í Þór boðið bakverðinum samning. Samkvæmt heimildum er Hrannar opinn fyrir því að halda suður og semja við félag á höfuðborgarsvæðinu.

Hrannar er 31 árs og getur bæði spilað sem hægri og vinstri bakvörður. Hann hefur verið í lykilhlutverki í liði KA undanfarin ár og á hann yfir 200 leiki fyrir KA, 112 af þeim í efstu deild.

KA lék sex Evrópuleiki í sumar og var Hrannar í byrjunarliðinu í fimm af þeim leikjum.

Hrannar er uppalinn í Völsungi en söðlaði um og gekk í raðir KA fyrir tímabilið 2014.
Athugasemdir
banner
banner