Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
banner
   sun 28. maí 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Í blíðu og stríðu
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund tapaði titilbaráttunni í Þýskalandi í lokaumferðinni í gær og þó það hafi verið vonbrigði að klúðra málunum á þennan hátt létu stuðningsmenn leikmenn og þjálfara vita að þeir styðja liðið í blíðu og stríðu.

Dortmund var í bílstjórasætinu fyrir lokaumferðina en liðið lenti tveimur mörkum undir í fyrri hálfleiknum.

Liðið kom til baka í síðari hálfleik og skoraði tvö mörk en það dugði ekki til. Bayern München gerði sigurmark sitt gegn Köln undir lok leiks og vann ellefta deildartitil sinn í röð.

Stuðningsmenn Dortmund sungu hástöfum eftir leik. Andrúmsloftið var rafmagnað og gat Edin Terzic, þjálfari liðsins, ekki annað en fellt tár við þessar aðstæður eins og sjá má hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner