Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 28. júlí 2021 21:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-kvenna: Úlfa Dís með tvennu og Stjarnan upp í þriðja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 2 - 1 Selfoss
0-1 Caity Heap ('15 )
1-1 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('53 )
2-1 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('79 )
Lestu um leikinn

Úlfa Dis Kreye Úlfarsdóttir var svo sannarlega leikmaður kvöldsins í Garðabænum.

Hún skoraði bæði mörkin Stjörnunnar í endurkomusigri gegn sterku liði Selfoss á heimavelli.

Selfoss tók forystuna eftir stundarfjórðung og leiddi í hálfleik. „Caity fær hlaupabraut upp miðjuna og smellir boltanum svo upp í samskeytinn frá D-boganum, virkilega smekklegt," skrifaði Sigríður Dröfn Auðunsdóttir í beinni textalýsingu þegar Caity Heap kom Selfossi yfir.

Stjörnukonur voru sterkar í fyrri hálfleik og þeim tókst að jafna snemma í þeim seinni. Úlfa Dís skoraði þá eftir að Stjarnan nýtti sér klaufagang í vörn Selfoss.

„Úlfa Dís með sitt annað mark í kvöld og þetta var stórglæsilegt. Benedicta í markinu stendur framalega og Úlfa bara skýtur yfir hana af löngu færi," skrifaði svo Sigríður þegar rúmar tíu mínútur voru eftir.

Það reyndist sigurmarkið, lokatölur 2-1. Frábær sigur hjá Stjörnunni sem er núna komin upp fyrir Selfoss í þriðja sæti. Selfoss er núna í því fjórða.

Önnur úrslit í kvöld:
Pepsi Max-kvenna: Senur sem hafa mikil áhrif á titilbaráttuna
Athugasemdir
banner
banner
banner