Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 28. október 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Danks stýrir Villa í síðasta sinn á morgun - Digne snýr aftur
Aston Villa staðfesti í vikunni að Unai Emery sé nýr stjóri félagsins. Hann mun þó ekki stýra leiknum á morgun þar sem hann fær atvinnuleyfi nú um mánaðamótin.

Bráðabirgðastjórinn Aaron Danks stýrir Villa í síðasta sinn þegar leikið verður gegn Newcastle klukkan 14 á morgun.

„Stuðningsmenn hljóta að vera mjög spenntir. Það þarf bara að skoða feril Unai Emery til að sjá að hann er toppstjóri. Það er mikil spenna fyrir því að geta boðið hann formlega velkominn til félagsins," segir Danks.

Aston Villa er þremur stigum frá fallsæti en liðið endurheimtir franska bakvörðinn Lucas Digne af meiðslalistanum.

„Lucas Digne hefur tekið fulla æfingaviku með hópnum svo við fögnum því að fá hann aftur í hópinn. Boubacar Kamara færist nær, hann er ekki byrjaður að æfa með liðinu en er kominn út á grasið," segir Danks.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner