Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. mars 2023 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Glódís fær mikla ást frá stuðningsmönnum Bayern
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir verður í eldlínunni í kvöld þegar Bayern München mætir Arsenal í síðari leik liðanna í átta-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Glódís var stórkostleg í fyrri leik liðanna sem endaði með 1-0 sigri Bayern.

Rætt hefur verið um Glódísi sem besta varnarmann í heimi í aðdraganda leiksins.

Glódís er 27 ára gömul en hún gekk í raðir Bayern frá Rosengård í Svíþjóð sumarið 2021. Hún á þá að baki 110 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Glódís er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Bayern en hér fyrir neðan má sjá skilti sem verður á Emirates-leikvanginum í kvöld.

„Glódís, besti varnarmaður í heimi," stendur á skiltinu sem má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner