Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 29. mars 2023 14:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umspilið fyrir forkeppnina verður haldið aftur á Íslandi
Frá Kópavogsvelli.
Frá Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mun taka þátt í sérstöku umspili um að komast í forkeppni í Meistaradeildinni í ár, líkt og Víkingar gerðu í fyrra. Annað árið í röð verður umspilið haldið á Íslandi - á Kópavogsvelli.

Í umspilinu í fyrra spilaði Víkingur gegn Levadia Tallinn frá Eistlandi og Inter Escaldes frá Andorra. Víkingar unnu 6-1 sigur gegn Levadia og svo 1-0 sigur á Inter í úrslitaleiknum.

Í ár verða það meistararnir frá Íslandi, Svartfjallalandi, Andorra og San Marínó sem taka þátt í umspilinu.

Inter Escaldes, sem tók þátt í umspilinu í fyrra, segir frá því á Twitter að umspilið fari aftur fram á Íslandi í ár og verði spilað frá 27. til 30. júní. Þeir segja einnig frá því að það verði notað myndbandsdómarakerfi í leikjunum.

Sigurvegararnir í umspilinu fara í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Víkingur mættu sænska stórliðinu Malmö á því stigi keppninnar í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner
banner