Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 29. september 2023 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Max Eberl farinn frá Leipzig
Mynd: EPA

Þýska félagið RB Leipzig hefur ákveðið að reka Max Eberl úr starfi sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.


Það ríkir mikil ánægja með störf Eberl hjá félaginu, en stjórnendur Leipzig höfðu ekki trú á að Eberl myndi skrifa undir nýjan samning við félagið. Þeir ákváðu því að semja við Eberl um starfslok.

„Hann neitaði að skrifa undir nýjan samning, það er ástæðan fyrir þessari ákvörðun. Hún tengist ekki uppbyggingu liðsins eða úrslitum á vellinum," segir meðal annars í yfirlýsingu frá RB Leipzig.

Rouven Schröder er yfirmaður íþróttamála hjá Leipzig og mun taka við þeim hluta starfsins sem Eberl sinnti.

Eberl hefur verið í starfi hjá Leipzig í tæplega tvö ár eftir að félagið stal honum frá Borussia Mönchengladbach í desember 2022. 

Leipzig hefur farið vel af stað á nýju tímabili í þýsku deildinni og er með 12 stig eftir 5 umferðir.

Eberl hefur verið sterklega orðaður við starf hjá Þýskalandsmeisturum FC Bayern að undanförnu.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 32 23 7 2 93 32 +61 76
2 Leverkusen 32 19 11 2 68 37 +31 68
3 Eintracht Frankfurt 32 16 8 8 63 43 +20 56
4 Freiburg 32 15 7 10 46 49 -3 52
5 Dortmund 32 15 6 11 64 49 +15 51
6 RB Leipzig 32 13 11 8 51 45 +6 50
7 Mainz 32 13 9 10 49 40 +9 48
8 Werder 32 13 8 11 50 56 -6 47
9 Gladbach 32 13 6 13 55 54 +1 45
10 Stuttgart 32 12 8 12 57 51 +6 44
11 Augsburg 32 11 10 11 34 45 -11 43
12 Wolfsburg 32 10 9 13 53 52 +1 39
13 Union Berlin 32 9 10 13 33 47 -14 37
14 St. Pauli 32 8 7 17 26 37 -11 31
15 Hoffenheim 32 7 10 15 44 62 -18 31
16 Heidenheim 32 7 5 20 33 60 -27 26
17 Holstein Kiel 32 6 7 19 48 75 -27 25
18 Bochum 32 5 7 20 30 63 -33 22
Athugasemdir
banner