Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   fös 29. nóvember 2024 08:22
Elvar Geir Magnússon
88% líkur á að Víkingur fari í umspilið - „Höfum lært mikið“
Valdimar Þór Ingimundarson í leiknum.
Valdimar Þór Ingimundarson í leiknum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Football Rankings hefur reiknað út að það eru 88% líkur á því að Víkingur fari í umspil Sambandsdeildarinnar eftir að liðið sótti stig til Armeníu í gær með 0-0 jafntefli gegn Noah.

Liðin sem enda í átta efstu sætunum fara beint í 16-liða úrslitin en liðin í sætum 9-24 fara í umspil um að komast í 16-liða úrslit. Víkingur hefur sótt sjö stig og er í 14. sæti sem stendur. Það eru góðar líkur á því að liðið leiki í umspili í febrúar.

„Við komum hingað til Armeníu til að sinna okkar vinnu og ná í stig til að byrja með. Okkur tókst það. Pínu svekktur með að þau voru ekki þrjú en þetta var frábært stig á erfiðum útivelli. Ég er virkilega stoltur af strákunum. Við héldum fókus í 90 mínútur og sýndum að við höfum lært mikið af þessu Evrópuævintýri okkar," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í viðtali eftir leik.

Ingvar Jónsson markvörður átti mikilvægar vörslur og fékk hrós frá Arnari eftir leikinn.

„Virkilega traustur og veitti vörninni mikla ró með reynslu og yfirvegun. Svo verð ég að minnast á Jón Guðna líka, geggjaður fyrir okkur í kvöld."

Kári Snorrason textalýsti leiknum hér á Fótbolta.net og fór fögrum orðum um frammistöðu Víkings.

„Víkingar massívir, frábærir varnarlega í dag. Gestirnir náðu að skapa sér lítið og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Vantaði aðeins upp á sóknarlega hjá Víkingum í dag en heilt yfir frábær frammistaða. Víkingar nær sigrinum ef eitthvað er. Ekkert skemmtilegasti leikur seinni ára en úrslitin frábær," skrifaði Snorri í skýrslu um leikinn.




Athugasemdir
banner
banner
banner