Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   lau 30. september 2023 22:19
Brynjar Ingi Erluson
Versta byrjun Man Utd í 34 ár - „Þetta er ekki nógu gott“
„Þetta er frekar einfalt. Við fáum á okkur þrjú færi í öllum leiknum, öll úr föstum leikatriðum,“ sagði Erik ten Hag, stjóri Manchester United, eftir 1-0 tapið gegn Crystal Palace á Old Trafford í dag.

Joachim Andersen gerði eina mark Crystal Palace eftir hann fékk boltann í teignum eftir aukaspyrnu Eberechi Eze og þrumaði honum upp í þaknetið.

Það gekk lítið fram á við hjá United sem var að tapa fjórða leik sínum á tímabilinu, en þetta er versta byrjun United í 34 ár.

„Markið þeirra, sem kom úr aukaspyrnu, er eitthvað sem við verðum að stjórna betur. Það er óþarfi að brjóta af sér þarna og síðan kemur boltinn inn í teig og varnarleikurinn ekki nógu góður.“

„Við tókum lélegar ákvarðanir á síðasta þriðjungnum. Við komumst svo oft í góðar stöður, bæði bakvið og fyrir framan öftustu línu Palace. Við vorum með þrjá leikmenn á því augnabliki, en náðum ekki að hafa næg áhrif til að komast að markinu, hvort sem það var aukasendingin, úrslitasendingin eða skotið.“

„Gæðin voru ekki nægilega góð á þessum hluta leiksins og við bara spiluðum ekki okkar besta leik síðasta hlutann,“
sagði Ten Hag enn fremur.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
9 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner