Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
banner
   fös 31. október 2025 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stjörnuleikmenn Real Madrid ósáttir með Xabi Alonso
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mikið hefur verið rætt um að brasilíski stjörnuleikmaðurinn Vinícius Júnior sé ósáttur með Xabi Alonso þjálfara Real Madrid.

   27.10.2025 21:11
Samband Vinicius og Alonso í molum - „Ég mun yfirgefa félagið"


The Athletic greinir frá því að það er ekki eingöngu Vinícius sem er ósáttur heldur líka aðrir stjörnuleikmenn liðsins. Alonso er búinn að gera róttækar breytingar á æfingum og eru margir leikmenn óánægðir.

Alonso krefst þess að allir leikmenn í liðinu skili meiri varnarvinnu og tók þjálfarinn eftir mikið af slæmum ávönum þegar hann tók við af Carlo Ancelotti í byrjun sumars.

Alonso leggur meiri áherslu á að æfa vel og hefur gefið skýr merki um að enginn leikmaður sé með öruggt sæti í byrjunarliðinu. Hann er óhræddur við að bekkja stjörnuleikmenn sína ef þeir skila ekki nægilega góðu framlagi á æfingum eða í leikjum.

Leikmenn eru ekki eingöngu ósáttir útaf breyttum áherslum á æfingum heldur líka vegna þess að þeim líður eins og þeir hafi minna frelsi í sóknarleiknum. Þeir telja leikkerfi Alonso vera talsvert stífara heldur en leikkerfið hjá Ancelotti og er nýi þjálfarinn kröfuharðari.

Stjörnuleikmenn liðsins skilja ekki hvers vegna þeir þurfa að breyta áherslunum svona róttækilega eftir að hafa verið partur af einu sigursælasta liði Evrópu á síðustu árum.

Leikmönnum líður eins og Alonso sé kaldur og fjarlægur þjálfari sem skiptir sér alltof mikið af æfingum, gjörsamlega öfugt við nálgunina sem Ancelotti hafði.

Það eru róttækar breytingar í gangi innan herbúða Real Madrid en þrátt fyrir það hefur liðið verið að ná góðum úrslitum. Real hefur hingað til unnið alla leikina á nýju keppnistímabili nema einn, sem tapaðist 5-2 gegn Atlético Madrid.

Liðið er með fimm stiga forystu á toppi La Liga og með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Meistaradeildinni.
Athugasemdir