Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 29. október 2025 21:26
Snæbjört Pálsdóttir
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Eimskip
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ísland fór með 3-0 sigur á hólmi gegn Norður-Írlandi í kvöld og vinna umspilið um sæti í A deild Þjóðardeildarinnar samanlagt 5-0 

Aðspurður um tilfinninguna eftir leik svaraði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari 

„Það er alltaf gaman að vinna, alltaf gott að vinna og líka gott að vinna svona sannfærandi. Fáum ekki mark á okkur, fáum varla skot á okkur og ég var ánægður með það. Svo var líka bara sóknarleikurinn sannfærandi og bara góður heilt yfir. Mér finnst þróun á þessu frá upphafi til enda, þannig mér finnst þetta bara gott og bara ánægður með þetta."


Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Norður-Írland

„Já það er búið að vera svoleiðis í svolítinn langan tíma hjá okkur að við höfum verið með marga markaskorara og kannski enginn verið eitthvað afgerandi og það heldur bara áfram. Sem er bara kostur að mörgu leyti og við erum bæði að skora úr opnum leik og skora úr föstum leikatriðum, þannig það er bara jákvætt og ánægður með það við höldum áfram að nýta föstu leikatriðin. Það gefur okkur eitthvað, það er ákveðið vopn og við gerðum það vel í dag og líka vel í síðasta leik. Svo skorum við líka bara flott mark úr flottri sókn."

Ungir leikmenn komu inn í dag, Emilía skorar sitt fyrsta landsliðsmark ísköld á punktinum og Thelma Karen spilar sinn fyrsta leik hvað segir það svona um sjálfstraustið í ungu leikmönnunum?

„Emilía er búin að vera með okkur í svolítinn tíma og auðvitað held ég að það hafi verið mikilvægt fyrir hana að skora og ljúka því af og ég held að hún geti bara verið stolt af því. Svo kemur Thelma inn bara virkilega sterkt, bara flott. Ég hafði ákveðnar hugmyndir og úr nokkrum að velja um það hverjar kæmu inn á þarna í lokin í síðustu skiptinguna og ég ákvað að velja hana. Ég hafði náttúrulega fleiri möguleika í stöðunni en mér fannst þetta vera ágætis móment fyrir hana til að koma inn á í sínum fyrsta landsleik og það væri á heimavelli."

„Þetta er í fyrsta skiptið í tvö og hálft ár sem við spilum kannski á móti andstæðingum á þessu kaliberi svona sem eru aðeins slakari en við. Við erum betri en Norður-Írland en þú þarft auðvitað að sýna það og mér fannst við sýna það allan tímann að við værum betri."

Glódís fór útaf í hálfleik varð hún fyrir einhverju hnjaski?

„Nei hún er bara orðin gömul og þreytt" sagði Steini hlægjandi áður en Glódís skaut inn í „Afsakið" og allir viðstaddir hlógu. 

„Nei, Nei þetta var bara skynsemisákvörðun, ekkert á bakvið það, engin meiðsli en nokkur skapaður hlutur."

„Auðvitað var þetta skrítinn dagur í gær, við náttúrlega bara vöknuðum og við erum bara að fara undirbúa okkur fyrir fótboltaleik og ekkert annað í stöðunni. Svo bara þegar fréttirnar komu að leikurinn yrði ekki þá þurfti bara að taka ákvörðun um hvað ætlum við að gera næst. Þurftum að eyða deginum í eitthvað annað og þá fórum við bara í að dansa Svanavatnið í balletskóla Eddu Scheving. Okkur fannst tilvalið að gera eitthvað annað og brjóta þetta aðeins upp, brjóta upp daginn sem hafði verið svolítið skrítinn."


Athugasemdir
banner