Dagur Ingi Valsson verður samkvæmt heimildum Fótbolta.net ekki áfram hjá KA. Samningur hans við félagið er að renna út og hann ákvað að framlengja ekki við KA.
Dagur er að flytja suður og langar að spila áfram í Bestu deildinni. Hann er 26 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem hóf meistaraflokksferilinn með Leikni Fáskrúðsfirði.
Hann kom til KA í sumarglugganum 2024, var keyptur frá Keflavík, og skoraði markið sem innsiglaði bikartitil KA þá um haustið.
Dagur er að flytja suður og langar að spila áfram í Bestu deildinni. Hann er 26 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem hóf meistaraflokksferilinn með Leikni Fáskrúðsfirði.
Hann kom til KA í sumarglugganum 2024, var keyptur frá Keflavík, og skoraði markið sem innsiglaði bikartitil KA þá um haustið.
Dagur er ósáttur með mínútufjöldan sem hann fékk með KA í sumar, hann byrjaði einungis fjóra leiki í Bestu deildinni, skoraði eitt mark og lagði upp fjögur.
Athugasemdir



