Viktor Bjarki Daðason hefur komið sterkur inn í lið FCK í undanförnum leikjum. Viktor er einungis sautján ára gamall og hefur gert sig gildandi í síðustu fjórum leikjum FCK.
Hann byrjaði sinn fyrsta leik með liðinu í gær og nýtti sénsinn heldur betur er FCK mætti B-deildar liðinu Hobro. Viktor skoraði og lagði upp í 1-4 útisigri, sjáðu mörkin.
Viktor er þar með kominn með tvær stoðsendingar og tvö mörk í þeim 156 mínútum sem hann hefur spilað í fyrstu fjórum leikjum sínum með aðalliði FCK.
Í viðtali eftir leik í gær var Viktor spurður hvort hann hafi verið stressaður fyrir leikinn vegna lélegs gengis liðsins.
„Nei, ég var það ekki. Við erum með trú á okkur þrátt fyrir erfitt gengi. Við sýndum gæðin okkar í dag og uppskárum þennan sigur.“
Því næst var hann spurður um allt umtalið um sjálfan sig eftir góðar frammistöður.
„Ég er glaður að geta hjálpað liðinu. Ég er auðvitað glaður að ná marki og stoðsendingu en að fara áfram í bikarnum er það sem skiptir máli.“
#fcklive #dbupokalen
— Copenhagen Sundays (@CphSundays) October 30, 2025
DADASON EFTER SEJR: VI VISTE VORES KVALITET
Viktor Dadason fik startdebut for F.C. København, da holdet onsdag aften i Hobro gjorde, hvad de skulle og spillede sig videre til kvartfinalerne i pokalturneringen.
Den 17-årige islænding takkede for tilliden… pic.twitter.com/MCSFoCQIst


