banner
   fim 30. október 2025 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Carvalho á leið í viðræður við Brentford
Mynd: EPA
Portúgalski sóknartengiliðurinn Fabio Carvalho vill yfirgefa Brentford í janúar í leit að meiri spiltíma og er á leið í viðræður við félagið um framtíð sína.

Hann er 23 ára gamall og hefur einungis byrjað fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni frá því að Brentford keypti hann úr röðum Liverpool fyrir tæpar 30 milljónir punda sumarið 2024.

Carvalho er tilbúinn til að skipta alfarið um félag eða vera lánaður út, en Brentford vill helst ekki missa leikmanninn. Hann gæti reynst mikilvægur partur af áformum Keith Andrews þjálfara.

Carvalho er fastur á bekknum útaf Mikkel Damsgaard sem hefur verið að spila frábærlega í holunni fyrir aftan fremsta sóknarmann. Portúgalinn er þó kominn með tvö mörk og eina stoðsendingu í þremur byrjunarliðsleikjum í enska deildabikarnum.

Brentford er búið að slá út Bournemouth, Aston Villa og Grimsby Town úr leik í deildabikarnum hingað til.

Frönsku félögin Strasbourg og Lyon eru meðal áhugasamra aðila um að kaupa Carvalho eða fá hann á lánssamningi. Wolves, Leeds United og Sunderland hafa einnig verið nefnd til sögunnar auk félagsliða úr þýska boltanum.

Leikmaðurinn er með rúmlega þrjú og hálft ár eftir af samningi sínum við Brentford.
Athugasemdir
banner