Heimild: sporza.be
Rætt er um stöðu Elísabetar Gunnarsdóttur sem þjálfari belgíska kvennalandsliðsins eftir að liðið féll niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Belgía tapaði naumlega fyrir Írlandi í spennandi einvígi.
Íþróttafréttakonan Hermien Vanbeveren segir að Elísabetu hafi mistekist í tveimur af þremur markmiðum sínum hingað til og verði að ná þriðja markmiðinu.
Íþróttafréttakonan Hermien Vanbeveren segir að Elísabetu hafi mistekist í tveimur af þremur markmiðum sínum hingað til og verði að ná þriðja markmiðinu.
„Það vakna upp spurningar um hennar stöðu en hún hefur ekki haft mikinn tíma til að kynnast landsliðskonunum og öllum belgísku leikmönnunum sem standa til boða. Hún byrjaði bara í febrúar og þá strax gegn heimsmeisturum Spánar," segir Vanbeveren
Hún segir að Elísabet hafi fengið þrjú markmið upp í hendurnar þegar hún tók við. Eitt af þeim var að halda sér í A-deildinni.
„Á Evrópumótinu komst hún ekki upp úr riðlinum. Belgíska liðið var metnaðarfullt og stefndi á að komast í 8-liða úrslit. Það er hægt að draga hana til ábyrgðar fyrir það eins og tapið gegn Írlandi. Hún hefur mistekist að ná tveimur af þremur markmiðum. Nú er það nauðsynlegt að komast á HM í gegnum B-deild Þjóðadeildarinnar og umspilið."
Athugasemdir



