Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   mið 29. október 2025 17:52
Ívan Guðjón Baldursson
„Þyrfti að vera blindur til að nota ekki Dowman"
Dowman er með 6 mörk í 26 leikjum fyrir yngri landslið Englands. Hann leikur fyrir U19 landsliðið þrátt fyrir að vera 15 ára gamall.
Dowman er með 6 mörk í 26 leikjum fyrir yngri landslið Englands. Hann leikur fyrir U19 landsliðið þrátt fyrir að vera 15 ára gamall.
Mynd: EPA
Mikið hefur verið rætt um Max Dowman, bráðefnilegan kantmann í herbúðum Arsenal sem hefur verið mikið í kringum aðalliðið á upphafi tímabils þrátt fyrir að vera aðeins 15 ára gamall.

Hann hefur komið við sögu í þremur leikjum það sem af er tímabils og sýnt flotta spretti.

„Þegar maður sér Max Dowman æfa þá getur maður ekki annað en hugsað að hann eigi skilið sæti inni á vellinum, annars væri maður, eða ég í þessu tilfelli, blindur," segir Arteta um ungstirnið sitt.

„Mér líður eins og hann elski að vera hérna. Hann er mikill stuðningsmaður Arsenal og öll fjölskyldan hans er mjög ánægð með þróun mála. Hann verður vonandi hjá í okkur í mörg ár."

Brasilíski miðvörðurinn Gabriel Magalhaes er einnig yfir sig hrifinn af Dowman.

„Ég hef aldrei séð 15 ára strák gera þessa hluti sem hann gerir á æfingum. Max Dowman er stórkostlegur fótboltamaður."

   24.10.2025 09:30
Mun skrifa undir atvinnumannasamning við Arsenal á næsta ári

Athugasemdir