Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   mið 29. október 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Perry Mclachlan í ÍA
Kvenaboltinn
Mynd: ÍA
Perry Mclachlan hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari kvennaliðs ÍA.

Hann verður aðstoðarmaður Skarphéðins Magnússonar næsta sumar en hann tekur við starfinu af Dúnu Sturlaugsdóttur. Hann verður einnig þjálfari hjá 4. flokki karla.

Perry hætti sem þjálfari Aftureldingar síðasta sumar en hann hefur einnig þjálfað Þór/KA og KR hér á landi.

„Við erum afar heppin að fá Perry til liðs við félagið. Hann býr yfir mikilli reynslu úr þjálfun hér á landi og hefur þjálfað á Íslandi frá árinu 2019. Perry hefur einnig áralanga reynslu af þjálfun í Englandi og Bandaríkjunum – meðal annars hjá kvennaliði Chelsea, í akademíu drengja og stúlkna hjá Chelsea, sem markvarðaþjálfari hjá Crystal Palace, og sem yfirþjálfari stúlkna- og drengjaliða í Norður-Karólínu,"segir í tilkynningu frá ÍA.

„Á sama tíma og við bjóðum Perry innilega velkominn á Akranes, þá þökkum við Dúnu Sturlaugsdóttur fyrir öflugt starf á liðnu tímabili. Við hlökkum til að sjá hana fljótt aftur innan raða félagsins."

ÍA hafnaði í 7. sæti Lengjudeildarinnar síðasta sumar.


Athugasemdir
banner