Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   mið 29. október 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
Rooney: Mbeumo bestu kaup Man Utd
Mynd: EPA
Manchester United keypti Bryan Mbeumo frá Brentford í sumar en hann skoraði tvívegis þegar United vann sinn þriðja deildarleik í röð, 4-2 gegn Brighton á Old Trafford um síðustu helgi.

Mbeumo hefur skorað fjögur mörk í sínum fyrstu níu úrvalsdeildarleikjum með United og Wayne Rooney, fyrrum sóknarmaður United, telur að hann hafi verið bestu kaup félagsins í glugganum.

„Mbeumo hefur sýnt stöðugleika með frammistöðu sinni og það er stór þáttur. Ef þú ert stöðugt að komast í réttar stöður og skapa þér færi þá nærðu að skora," segir Rooney.

„Þegar þú ert sóknarmaður og ert að skora mörk, þú nýtur þess að skora og sú tilfinning heldur áfram að koma. Sjálfstraust hans er hátt um þessar mundir. Vonandi heldur það þannig áfam því hann hefur klárlega verið bestu kaupin fyrir United þetta tímabilið."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir
banner
banner