Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   fös 31. október 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bayern í viðræðum um leikmann Feyenoord - Áhugi úr úrvalsdeildinni
Mynd: EPA
Bayerrn Munchen er í viðræðum við Feyenoord um kaup á Givairo Read.

Read er 19 ára gamall hægri bakvörður sem gekk til liðs við Feyenoord frá Volendam árið 2023.

Hann spilaði einn leik tímabilið 2023/24 en hann hefur alls spilað 45 leiki og skorað fjögur mörk.

Sky Sports í Þýskalandi greinir frá því að viðræður séu í gangi en það er einnig mikill áhugi á honum frá liðum í ensku úrvalsdeildinni. Samningur hans við Feyenoord rennur út árið 2029.
Athugasemdir
banner
banner