Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
banner
   fös 31. október 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Stefnir í að Gunnar Heiðar taki við HK
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá er mjög líklegt að Gunnar Heiðar Þorvaldsson taki við HK. Gunnar hætti sem þjálfari Njarðvíkur eftir liðið tímabil.

HK hefur verið að ræða við þjálfara eftir að Hermann Hreiðarsson fékk leyfi til að fara í viðræður við Val. Hermann er að klára sín mál við Val og HK-ingar eru líklega þegar búnir að finna mann í hans stað.

HK komst í úrslit umspils Lengjudeildarinnar í sumar en tapaði illa fyrir Keflavík í úrslitaleiknum og missti af sæti í Bestu deildinni.

Gunnar Heiðar gerði flotta hluti með Njarðvík en liðið tapaði naumlega fyrir Keflavík í undanúrslitum umspilsins.
Athugasemdir
banner