Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   fös 31. október 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Delap baðst afsökunar í klefanum strax eftir leik
Liam Delap, sóknarmaður Chelsea.
Liam Delap, sóknarmaður Chelsea.
Mynd: EPA
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, segir að sóknarmaðurnn Liam Delap hafi beðist afsökunar á brottvísun sinni í deildabikarleiknum gegn Fulham.

„Ég ræddi við Liam. Hann gerir sér alveg grein fyrir stöðunni, veit að hann gerði mistök. Það eru engin eftirmál, hann baðst afsökunar í klefanum strax eftir leik," segir Maresca.

Delap kom inn af bekknum í 4-3 sigurleik Chelsea og tókst að krækja sér í tvö gul spjöld á þeim tæpa hálftíma sem hann var á vellinum. Fyrra spjaldið fékk hann fyrir að ýta í Yerson Mosquera að óþörfu og í seinna skiptið óð hann alltof harkalega í Emmanuel Agbadou. Þessi tvö atvik áttu sér stað með sjö mínútna millibili.

Chelsea hefur fengið á sig sex rauð í níu leikjum.

„Sum af rauðu spjöldunum höfum við getað forðast en sum ekki. Við þurfum að læra og gera stundum betur í vissum tilfellum. Þetta verður betra í framtíðinni," segir Maresca.
Athugasemdir
banner
banner