Enzo Maresca, stjóri Chelsea, segir að sóknarmaðurnn Liam Delap hafi beðist afsökunar á brottvísun sinni í deildabikarleiknum gegn Fulham.
„Ég ræddi við Liam. Hann gerir sér alveg grein fyrir stöðunni, veit að hann gerði mistök. Það eru engin eftirmál, hann baðst afsökunar í klefanum strax eftir leik," segir Maresca.
Delap kom inn af bekknum í 4-3 sigurleik Chelsea og tókst að krækja sér í tvö gul spjöld á þeim tæpa hálftíma sem hann var á vellinum. Fyrra spjaldið fékk hann fyrir að ýta í Yerson Mosquera að óþörfu og í seinna skiptið óð hann alltof harkalega í Emmanuel Agbadou. Þessi tvö atvik áttu sér stað með sjö mínútna millibili.
„Ég ræddi við Liam. Hann gerir sér alveg grein fyrir stöðunni, veit að hann gerði mistök. Það eru engin eftirmál, hann baðst afsökunar í klefanum strax eftir leik," segir Maresca.
Delap kom inn af bekknum í 4-3 sigurleik Chelsea og tókst að krækja sér í tvö gul spjöld á þeim tæpa hálftíma sem hann var á vellinum. Fyrra spjaldið fékk hann fyrir að ýta í Yerson Mosquera að óþörfu og í seinna skiptið óð hann alltof harkalega í Emmanuel Agbadou. Þessi tvö atvik áttu sér stað með sjö mínútna millibili.
Chelsea hefur fengið á sig sex rauð í níu leikjum.
„Sum af rauðu spjöldunum höfum við getað forðast en sum ekki. Við þurfum að læra og gera stundum betur í vissum tilfellum. Þetta verður betra í framtíðinni," segir Maresca.
Athugasemdir



