Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
banner
   fös 31. október 2025 09:39
Elvar Geir Magnússon
Gravenberch gæti spilað gegn Villa en ekki Isak og Alisson
Ryan Gravenberch gæti spilað gegn Aston Villa annað kvöld.
Ryan Gravenberch gæti spilað gegn Aston Villa annað kvöld.
Mynd: EPA
Arne Slot.
Arne Slot.
Mynd: EPA
Liverpool á erfiða leiki áður en kemur að landsleikjaglugganum í nóvember; heimaleik gegn Aston Villa annað kvöld, Meistaradeildarleik gegn Real Madrid í komandi viku og svo útileik gegn Manchester City þann 9. nóvember.

Liverpool hefur gengið afskaplega erfiðlega og er búið að tapa sex af síðustu sjö leikjum.

Á fréttamannafundi í morgunsárið sagði stjórinn Arne Slot frá því að miðjumaðurinn Ryan Gravenberch væri byrjaður að æfa og gæti spilað gegn Villa annað kvöld.

„Hann æfði í gær og mun æfa í dag og eftir það ákveðum við hvort hann sé klár í að byrja," segir Slot en sóknarmaðurinn Alexander Isak og markvörðurinn Alisson eru hinsvegar fjarri góðu gamni.

„Ég er 99,9% viss um að þeir verða ekki í hópnum á morgun."

Ánægður með hópinn
Slot segist vera með fulla einbeitingu á því að koma Liverpool aftur á sigurbraut.

„Ég er algjörlega ánægður með hópinn og gæðin sem við höfum í hópnum. Það er smá basl í að halda mönnum heilum og það hefur verið meira vandamál en á síðasta tímabili. Heppnin var kannski meira með okkur á síðasta tímabili en við ætlum ekki að leita í neinar afsakanir," segir Slot.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir
banner
banner