Rannsókn leiddi í ljós að 152 fótboltadómarar í Tyrklandi hafa tekið þátt í veðmálum. Skoðuð voru fimm ár og kom í ljós að af 571 starfandi dómurum voru 371 með veðmálaaðgang og 152 höfðu veðjað á leiki.
Þar af höfðu 42 veðjað á yfir þúsund leiki.
Þar af höfðu 42 veðjað á yfir þúsund leiki.
Jose Mourinho gagnrýndi dómgæsluna í Tyrklandi harðlega meðan hann stýrði Fenerbahce og sagði eitt sinn að hafi hann vitað um stöðuna þá hefði hann aldrei tekið að sér starfið. Spurning hvort Mourinho hafi haft eitthvað til síns máls?
„Ef við viljum koma tyrkneskum fótbolta aftur á þann stað sem hann á skilið þá þarf að hreinsa upp skítinn, sama hvaða skítur er til staðar," segir Ethem Haciosmanoglu, forseti tyrkneska fótboltasambandsins.
Athugasemdir



