Klukkan 17:00 tekur Ísland á móti Norður-Írlandi í seinni leik liðanna í Þjóðadeildarumspilinu. Íslenska liðið leiðir með tveimur mörkum eftir fyrri leikinn sem spilaður var ytra á föstudag.
Leikurinn átti að fara fram á Laugardalsvelli í gær en það var ekki hægt sökum veðurs. Leikurinn í dag verður spilaður á AVIS-vellinum í Laugardal, heimavelli Þróttar.
Leikurinn átti að fara fram á Laugardalsvelli í gær en það var ekki hægt sökum veðurs. Leikurinn í dag verður spilaður á AVIS-vellinum í Laugardal, heimavelli Þróttar.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 0 Norður-Írland
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, gerir enga breytingu á sínu liði. Markaskorararnir Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir eru á sínum stað í hjarta varnarinnar.
Ein breyting er á leikmannahópnum en miðað við skýrslu UEFA er Agla María Albertsdóttir ekki í hópnum. Hún lék lokamínúturnar í leiknum í Norður-Írlandi eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Byrjunarliðið
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
3. Sandra María Jessen
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
8. Alexandra Jóhannsdóttir
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir
16. Hildur Antonsdóttir
18. Guðrún Arnardóttir
19. Sædís Rún Heiðarsdóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir
Athugasemdir



