Belgíski markvörðurinn Senne Lammens hefur byrjað vel hjá Manchester United og gæti verið lausnin við markvarðavandamálum félagsins.
Hann hefur byrjað síðustu þrjá leiki Man Utd í röð og staðið sig vel í sigrum gegn Sunderland, Liverpool og Brighton. Hann hefur staðið sig svo vel að einhverjir hafa líkt honum við Peter Schmeichel, goðsagnakenndan markvörð Rauðu djöflanna og danska landsliðsins.
Stuðningsmenn Rauðu djöflanna hafa sungið „Ertu Schmeichel í dulargervi?" um Lammens en hann segist bara vera hann sjálfur.
06.10.2025 20:38
Hrósaði Lammens í hástert - „Ertu Schmeichel í dulargervi?"
„Það eru allir búnir að segja mér hvað það er mikil pressa að koma hingað og verja markið hjá Man Utd. Þetta er mjög erfitt starf en mér finnst það gott. Ég er ekki hræddur við pressuna, ég er aðallega bara ánægður með að spila fyrir svona risastórt félag," sagði Lammens á fréttamannafundi fyrir leik helgarinnar gegn Nottingham Forest.
„Þetta er rosalegt hrós sem ég er að fá en ég verð að vera raunsær. Schmeichel er einn af bestu markvörðum sögunnar á meðan ég er nýbyrjaður. Ég á enn eftir að sanna margt áður en ég get talist vera nálægt gæðunum sem hann bjó yfir.
„Ég er ekki Schmeichel í dulargervi, ég er bara Senne Lammens að reyna að hjálpa liðinu."
Lammens er 23 ára gamall og var aðalmarkvörður Royal Antwerp í Belgíu á síðustu leiktíð. Það var hans fyrsta heila tímabil með meistaraflokki á ferlinum.
Hjá Man Utd er hann kominn uppfyrir Altay Bayindir í goggunarröðina, en Tyrkinn var langt frá því að vera öruggur á milli stanga Rauðu djöflanna. Ruben Amorim þjálfari vildi kaupa Emiliano Martínez, landsliðsmarkvörð Argentínu, úr röðum Aston Villa í sumar en stjórnendur lokuðu á það.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 9 | 7 | 1 | 1 | 16 | 3 | +13 | 22 |
| 2 | Bournemouth | 9 | 5 | 3 | 1 | 16 | 11 | +5 | 18 |
| 3 | Tottenham | 9 | 5 | 2 | 2 | 17 | 7 | +10 | 17 |
| 4 | Sunderland | 9 | 5 | 2 | 2 | 11 | 7 | +4 | 17 |
| 5 | Man City | 9 | 5 | 1 | 3 | 17 | 7 | +10 | 16 |
| 6 | Man Utd | 9 | 5 | 1 | 3 | 15 | 14 | +1 | 16 |
| 7 | Liverpool | 9 | 5 | 0 | 4 | 16 | 14 | +2 | 15 |
| 8 | Aston Villa | 9 | 4 | 3 | 2 | 9 | 8 | +1 | 15 |
| 9 | Chelsea | 9 | 4 | 2 | 3 | 17 | 11 | +6 | 14 |
| 10 | Crystal Palace | 9 | 3 | 4 | 2 | 12 | 9 | +3 | 13 |
| 11 | Brentford | 9 | 4 | 1 | 4 | 14 | 14 | 0 | 13 |
| 12 | Newcastle | 9 | 3 | 3 | 3 | 9 | 8 | +1 | 12 |
| 13 | Brighton | 9 | 3 | 3 | 3 | 14 | 15 | -1 | 12 |
| 14 | Everton | 9 | 3 | 2 | 4 | 9 | 12 | -3 | 11 |
| 15 | Leeds | 9 | 3 | 2 | 4 | 9 | 14 | -5 | 11 |
| 16 | Burnley | 9 | 3 | 1 | 5 | 12 | 17 | -5 | 10 |
| 17 | Fulham | 9 | 2 | 2 | 5 | 9 | 14 | -5 | 8 |
| 18 | Nott. Forest | 9 | 1 | 2 | 6 | 5 | 17 | -12 | 5 |
| 19 | West Ham | 9 | 1 | 1 | 7 | 7 | 20 | -13 | 4 |
| 20 | Wolves | 9 | 0 | 2 | 7 | 7 | 19 | -12 | 2 |
Athugasemdir



